Stundum loka vefsvæði á Tor-notendur vegna þess að þau sjá ekki muninn á venjulegum Tor-notanda og sjálfvirkri netumferð. Besta aðferðin sem við vitum um til að fá vefsvæði til að leyfa Tor-notendur er að fá notendurna til að hafa samband beint við stjórnendur vefsvæðanna. Eitthvað á borð við þetta ætti að virka:

"Góðan dag. Ég var að reyna að skoða vefinn ykkar á xyz.com með Tor-vafranum og komst að því að þið neitið þeim sem nota Tor um aðgang að vefsvæðinu ykkar. Ég hvet ykkur til að endurskoða þessa ákvörðun; fólk út um víða veröld notar Tor til að verja persónuupplýsingar sínar og til að geta skoðað vefinn án hafta. Með því að útiloka Tor-notendur, eruð þið að loka á fólk frá löndum þar sem stjórnvöld kúga þegna sína og komið í veg fyrir að þeir sem vilja nota frjálst internet geti það, meðal annars blaðamenn og vísindafólk sem vilja ekki að fylgst sé með þeim, uppljóstrarar, aðgerðasinnar og venjulegt fólk sem ekki hefur áhuga á þrúgandi eftirliti fyrirtækja og annarra utanaðkomandi aðila. Vinsamlegast takið ykkur stöðu með stafrænni friðhelgi persónuupplýsinga og frjálsu interneti, og leyfið Tor-notendum að fá aðgang að xyz.com. Takk fyrir."

Á vefjum margra banka og öðrum viðkvæmum vefsvæðum er algengt að sjá takmarkanir á aðgangi út frá landfræðilegum skilgreiningum (ef banki veit að þú kemur yfirleitt inn á vefinn hans úr einu landi, en síðan ertu allt í einu tengdur frá útgangsendurvarpa í allt öðru heimshorni, þá gæti aðgangnum þínum verið hafnað eða jafnvel settur í tímabundið bann).

Ef þér tekst ekki að tengjast onion-þjónustu, ættirðu að skoða Ég næ ekki að tengjast X.onion!.