Við stillum NoScript á að sjálfgefið leyfa JavaScript í Tor-vafranum vegna þess að mörg vefsvæði virka ekki þegar JavaScript er óvirkt. Flestir notendur myndu strax gefast upp við að nota Tor ef við myndum gera JavaScript sjálfgefið óvirkt vegna þess að það myndi valda þeim svo mörgum vandamálum. Takmarkið okkar er að gera Tor-vafrann eins öruggan og mögulegt er ásamt því að hann nýtist öllum meirihluta venjulegs fólks, sem þýðir að svo stöddu að skilja JavaScript eftir sjálfgefið virkt.

Fyrir þá notendur sem vilja gera JavaScript sjálfgefið óvirkt á öllum HTTP-vefsvæðum, mælum við með því að breyta öryggisstigi Tor-vafrans. This can be done by navigating the Security icon (the small gray shield at the top-right of the screen), then clicking on "Change...". 'Staðlað' stig leyfir JavaScript, 'Öruggara' lokar á JavaScript á HTTP-vefjum og 'Öruggast'-stig lokar alfarið á JavaScript.