Tor-vafrinn lætur oft tenginguna þína líta út eins og hún komi frá allt öðrum heimshluta. Sum vefsvæði, eins og bankar eða tölvupóstþjónustur, gætu túlkað þetta sem merki um að einhver sé að misnota aðganginn þinn, og loka því á hann.

Eina leiðin til að leysa þetta er að fylgja fyrirmælum viðkomandi vefsvæðis varðandi endurheimtu notandaaðgangs, eða að hafa samband við rekstraraðilann og útskýra málið.

Þú gætir hugsanlega komist hjá slíkum vandamálum ef þjónustuaðilinn býður upp á tveggja-þrepa auðkenningu, sem er mikið öruggara en sannvottun á IP-vistfangi. Hafðu samband við þjónustuveituna þína og spurðu hvort þeir bjóði tveggja-þrepa auðkenningu (2FA).