Tor-vafrinn er með tvær aðferðir til að skipta um endurvarparás — "Nýtt auðkenni" og "Ný Tor-rás fyrir þetta vefsvæði". Báða valkostina má finna í aðalvalmyndinni - hamborgaranum ("≡"). You can also access the New Circuit option inside the site information menu in the URL bar, and the New Identity option by clicking the small sparky broom icon at the top-right of the screen.

Nýtt auðkenni

Þessi valkostur er nytsamlegur ef þú vilt koma í veg fyrir að áframhaldandi virkni þín í vafranum verði tengjanleg við það sem þú hefur verið að gera.

Ef þetta er valið, verður öllum flipum þínum og gluggum lokað, allar persónulegar upplýsingar á borð við vefkökur og vafurferill verða hreinsaðar, og nýjar Tor-rásir verða notaðar fyrir allar tengingar.

Tor-vafrinn mun aðvara þig um að öll virkni og niðurhöl verði stöðvuð, þú ættir að íhuga vel afleiðingarnar af því áður en þú smellir á 'Nýtt auðkenni'.

Valmynd Tor-vafrans

Ný Tor-rás fyrir þetta vefsvæði

Þessi valkostur er nytsamlegur ef útgangsendurvarpinn sem þú ert að nota nær ekki að tengjast við vefsvæðið sem þiú vilt skoða, eða ef það hleðst ekki rétt inn. Ef þetta er valið verður virkum flipa eða glugga hlaðið inn aftur í gegnum nýja Tor-rás.

Aðrir opnir flipar og gluggar frá sama vefsvæði munu einnig nota nýju rásina um leið og þeir verða endurlesnir.

Þessi valkostur mun ekki hreinsa út neinar persónulegar upplýsingar eða aftengja virkni þína, né mun það hafa áhrif á fyrirliggjandi tengingar við önnur vefsvæði.

Ný Tor-rás fyrir þetta vefsvæði