Ef þú ert með Tor-vafrann opinn, geturðu farið í aðalvalmyndina ("≡ hamborgarann"), smellt síðan á "Stillingar" og síðan á "Tenging" á hliðarspjaldinu. Neðst á síðunni, næst textanum "Skoða atvikaskrár Tor", skaltu smella á hnappinn "Skoða atvikaskrár...". Þú ættir að sjá valkost til að afrita atvikaskrána á klippispjaldið, þá geturðu límt hana inn í textaritli eða tölvupóstforriti.

Einnig er hægt í GNU/Linux skoða atvikaskrár beint í skjáhermi (terminal) með því að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu úr möppu Tor-vafrans með eftirfarandi skipun:

./start-tor-browser.desktop --verbose

eða vista atvikaskrár í skrá (sjálfgefið: tor-browser.log)

./start-tor-browser.desktop --log [file]