Þetta er eðlileg hegðun Tor-vafrans. Fyrsta IP-vistfangið í rásinni kallast "dyravörður / entry guard" eða "vörður / guard". Það er tiltekinn hraðvirkur og stöðugur endurvarpi sem helst í 2-3 mánuði sem fyrsti hlekkurinn í rásinni þinni og sér um að verja þig gegn ákveðinni gerð njósnaárásar. Afgangurinn af rásinni þinni nreytist með hverju nýju vefsvæði sem þú skoðar, saman mynda þessir endurvarpar þær varnir sem veita fulla nafnleynd í gegnum Tor. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig varðendurvarpar virka, skaltu skoða þessa bloggfærslu og þessa grein um dyraverði (entry guard).