Stranglega er mælt á móti því að breyta með hvaða hætti Tor útbýr rásirnar sínar. Þú færð besta öryggið sem Tor getur boðið ef þú lætur Tor ákveða hvaða leiðir eru notaðar; að breyta inngangs- eða útgangshnútum getur stefnt nafnleysi þínu í hættu. Ef það sem þú vilt er einfaldlega að gera fengið aðgang að einhverju efni sem aðeins er aðgengilegt í einhverju tilteknu landi, ættiðu að skoða það að nota frekar VPN í staðinn fyrir Tor. Athugaðu samt að VPN býður ekki sömu persónuverndareiginleika og Tor, en gæti aftur á móti leyst ákveðnar takmarkanir varðandi hnattstaðsetningu.