Skráin sem þú sækir og síðan keyrir, spyr þig um ákvörðunarstað. Ef þú manst ekki ákvörðunarstaðinn, þá er það líklegast önnur hvor mappan 'Downloads/Sótt gögn' eða 'Desktop/Skjáborð'.

Sjálfgefnu stillingarnar í Windows uppsetningarforritinu útbúa einnig flýtileið á skjáborðinu þínu, nema ef þú hafir óvart tekið hakið úr reitnum fyrir þann valkost.

Ef þú finnur hvoruga þessa möppu, náðu þá í pakkann aftur og vertu á verði þegar kemur að því að velja möppu til að vista niðurhalið í. Veldu einhverja möppu sem þú átt auðvelt með að muna, og þegar niðurhalinu lýkur ættirðu að sjá þar möppu með Tor-vafranum.