Nei. Ef laganna verðir fá allt í einu áhuga á umferðinni sem kemur frá útgangsendurvarpanum þínum, er mögulegt að þeir geri tölvurnar þínar upptækar. Af þeirri ástæðu er besta að keyra ekki útgangsendurvarpa á heimilinu sínu eða í gegnum internettengingu heimilisins.

Þú ættir frekar að keyra útgangsendurvarpa frá einhverjum vinnustað þar sem fólk styður Tor eða sýnir þessum málum skilning. Veru með aðskilið IP-vistfang fyrir útgangsendurvarpann, og ekki beina þinni eigin umferð í gegnum hann. Augljóslega ættirðu að forðast að geyma neinar viðkvæmar eða persónulegar upplýsingar á tölvunni sem hýsir útgangsendurvarpann.