• Ekki nota pakkana í hugbúnaðarsöfnum Ubuntu. Þeir eru ekki uppfærðir nógu reglulega. Ef þú notar þá muntu missa af mikilvægum lagfæringum varðandi öryggi og stöðugleika.
  • Finndu hvaða útgáfu Ubuntu þú hefur með því að keyra eftirfarandi skipun:
     ‪$ lsb_release -c
    
  • Sem kerfisstjóri/root, bættu eftirfarandi línum í /etc/apt/sourceslist. Skiptu 'version' út fyrir þá útgáfu sem þú fannst í fyrra þrepinu:
     deb https://deb.torproject.org/torproject.org version main
     deb-src https://deb.torproject.org/torproject.org version main
    
  • Bættu við gpg-dulritunarlyklinum sem var notaður við að undirrita pakkana með því að keyra eftirfarandi skipanir:
     ‪$ curl https://deb.torproject.org/torproject.org/A3C4F0F979CAA22CDBA8F512EE8CBC9E886DDD89.asc | sudo apt-key add -
    
  • Keyrðu eftirfarandi skipanir til að setja upp Tor og sannreyna undirritanir:
     ‪$ sudo apt-get update
     ‪$ sudo apt-get install tor deb.torproject.org-keyring