Vefsvæði sem einungis eru aðgengileg í gegnum Tor eru kölluð "onion-vefir" og enda með TLD-viðskeytinu .onion. Til dæmis er onion-svæði DuckDuckGo á https://duckduckgogg42xjoc72x3sjasowoarfbgcmvfimaftt6twagswzczad.onion/. Þú getur skoðað þessi vefsvæði með Tor-vafranum. Þú verður að fá vistfangið á slíkum vef frá þeim sem standa að vefnum, þar sem onion-vefsvæði koma ekki fram í leitarvélum eins og venjuleg vefsvæði gera.