Okkur þykir það miður, en tölvan þín hefur greinilega smitast af einhverri óværu. Tor-verkefnið á engan þátt í þessari óværu. Höfundar hennar eru væntanlega að biðja þig um að sækja Tor-vafrann til að hafa nafnlaust samband við þá og greiða lausnargjaldið sem þeir krefjast.

Ef þetta eru fyrstu kynnin þín af Tor-vafranum, skiljum við fullkomlega ef þú heldur að við séum einhverjir þrjótar sem gerum enn verri illmennum kleift að stunda sína iðju.

En ef þú tekur til greina að hugbúnaðurinn okkar er notaður á hverjum degi, í ótrúlega margvíslegum tilgangi, af fólki eins og blaðamönnum, baráttufólki fyrir mannréttindum, fórnarlömbum heimilisofbeldis, uppljóstrurum, laganna vörðum og mörgum öðrum. Því miður er það svo, að varnir þær sem hugbúnaðurinn okkar veitir þessum hópum, geta glæpamenn og illþýði sem skrifa tölvuóværur einnig misnotað í vafasömum tilgangi. Við sem stöndum að Tor-verkefninu styðjum hvorki né leggjum blessun okkar yfir notkun hugbúnaðarins í slæmum tilgangi.