Tor er hannað til að vernda einkalíf og mannréttindi með því að koma í veg fyrir að nokkur geti ritskoðað efnið sem um það fer, þar með talin eru afskipti af okkar hálfu. Það er óþolandi að til sé fólk sem noti Tor til að gera skelfilega hluti. en við getum ekki losnað við það án þess að grafa einnig undan baráttufólki fyrir mannréttindum, blaðamönnum, þolendum misnotkunar og öðrum þeim sem nota Tor í þágu góðra málefna. Ef við ætluðum að útiloka ákveðna aðila frá því að nota Tor, þá værum við í grundvallaratriðum í leiðinni að bæta við bakdyrum á hugbúnaðinn, sem aftur myndi gera viðkvæma notendur berskjaldaða fyrir árásum af hálfu kúgunarafla og njósnastofnana.