Tor-vafrinn kemur í veg fyrir að hlerunaraðilar geti vitað hvaða vefsvæði þú skoðar. Hinsvegar, upplýsingar sem sendar eru ódulritaðar um internetið með venjulegu HTTP geta verið gripnar af rekstraraðilum útgangsendurvarpa eða einhverjum þeim sem fylgist með umferðinni á milli útgangsendurvarpans þíns og vefsvæðisins sem þú átt í samskiptum við. Ef aftur á móti vefsvæðið sem þú ert að skoða notar HTTPS, þá mun umferðin þín frá útgangsendurvarpanum vera dulrituð og því ekki skiljanleg hlerunaraðilum.

Eftirfarandi skýringamynd sýnir hvaða upplýsingar eru sýnilegar milliliðum með og án Tor-vafrans með HTTPS-dulritun:

  • Smelltu á “Tor”-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota Tor. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að kveikt sé á Tor.
  • Smelltu á ““HTTPS””-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota HTTPS. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að HTTPS sé virkt.
  • Þegar báðir hnapparnir eru grænir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar bæði þessi verkfæri.
  • Þegar báðir hnapparnir eru gráir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar hvorugt þessara verkfæra.



MÖGULEGA SÝNILEG GÖGN
vefur.is
Vefsvæðið sem verið er að skoða.
notandi / lykilorð
Notandanafn og lykilorð sem notuð eru við auðkenningu.
gögn
Gögn sem verið er að senda.
staður
Netstaðsetning tölvunnar sem notuð er til að heimsækja vefsvæðið (opinbert IP-vistfang).
tor
Hvort verið er að nota Tor eða ekki.