Ef þú átt í vandræðum með að tengjast gæti birst villumelding, þá ættirðu að velja valkostinn 'Afrita atvikaskrá Tor á klippispjald'. Límdu síðan atvikaskrána inn í textaskrá eða annað slíkt skjal.

If you don't see this option and you have Tor Browser open, you can navigate to the hamburger menu ("≡"), then click on "Settings", and finally on "Connection" in the side bar. Neðst á síðunni, næst textanum "Skoða atvikaskrár Tor", skaltu smella á hnappinn "Skoða atvikaskrár...".

Einnig er hægt í GNU/Linux skoða atvikaskrár beint í skjáhermi (terminal) með því að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu úr möppu Tor-vafrans með eftirfarandi skipun:

./start-tor-browser.desktop --verbose

eða vista atvikaskrár í skrá (sjálfgefið: tor-browser.log)

./start-tor-browser.desktop --log [file]

Þú ættir að sjá eitthvað af eftirfarandi algengum villum í atvikaskránni (leitaðu að eftirfarandi línum í Tor atvikaskránni þinni):

Algeng villa í atvikaskrá #1: Mistök í tengingu við milliþjón (proxy)

2017-10-29 09:23:40.800 [NOTICE] Opening Socks listener on 127.0.0.1:9150
2017-10-29 09:23:47.900 [NOTICE] Bootstrapped 5%: Connecting to directory server
2017-10-29 09:23:47.900 [NOTICE] Bootstrapped 10%: Finishing handshake with directory server
2017-10-29 09:24:08.900 [WARN] Proxy Client: unable to connect to xx..xxx..xxx.xx:xxxxx ("general SOCKS server failure")

Ef þú sérð svipaðar línur í atvikaskrá Tor, þýðir það að þér hefur mistekist að tengjast við SOCKS-milliþjón. Ef SOCKS-milliþjónn er nauðsynlegur fyrir netuppsetninguna þína, gakktu þá úr skugga um að allar upplýsingar um milliþjóninn séu réttar. Ef SOCKS-milliþjónn er ekki nauðsynlegur, eða ef þú ert ekki viss, skaltu prófa að tengjast Tor-netkerfinu án SOCKS-milliþjóns.

Algeng villa í atvikaskrá #2: Tenging næst ekki við varðendurvarpa (guard relays)

11/1/2017 21:11:43 PM.500 [NOTICE] Opening Socks listener on 127.0.0.1:9150
11/1/2017 21:11:44 PM.300 [NOTICE] Bootstrapped 80%: Connecting to the Tor network
11/1/2017 21:11:44 PM.300 [WARN] Failed to find node for hop 0 of our path. Discarding this circuit.
11/1/2017 21:11:44 PM.500 [NOTICE] Bootstrapped 85%: Finishing handshake with first hop
11/1/2017 21:11:45 PM.300 [WARN] Failed to find node for hop 0 of our path. Discarding this circuit.

Ef þú sérð svipaðar línur í atvikaskrá Tor, þýðir það að Tor hefur mistekist að tengjast fyrsta hnútnum í Tor-rásinni. Þetta gæti þýtt að þú sért á netkerfi sem sé ritskoðað.

Prófaðu að tengjast með brúm og það ætti að leysa málið.

Algeng villa í atvikaskrá #3: Mistök við að ljúka TLS-handabandi (handshake)

13-11-17 19:52:24.300 [NOTICE] Bootstrapped 10%: Finishing handshake with directory server 
13-11-17 19:53:49.300 [WARN] Problem bootstrapping. Stuck at 10%: Finishing handshake with directory server. (DONE; DONE; count 10; recommendation warn; host [host] at xxx.xxx.xxx.xx:xxx) 
13-11-17 19:53:49.300 [WARN] 10 connections have failed: 
13-11-17 19:53:49.300 [WARN]  9 connections died in state handshaking (TLS) with SSL state SSLv2/v3 read server hello A in HANDSHAKE 
13-11-17 19:53:49.300 [WARN]  1 connections died in state connect()ing with SSL state (No SSL object)

Ef þú sérð svipaðar línur í atvikaskrá Tor, þýðir það að Tor mistókst að ljúka TLS-handabandi við kerfisstýringu. Með því að nota brýr er líklegt að þetta lagist.

Algeng villa í atvikaskrá #4: Röng stilling klukku

19.11.2017 00:04:47.400 [NOTICE] Opening Socks listener on 127.0.0.1:9150 
19.11.2017 00:04:48.000 [NOTICE] Bootstrapped 5%: Connecting to directory server 
19.11.2017 00:04:48.200 [NOTICE] Bootstrapped 10%: Finishing handshake with directory server 
19.11.2017 00:04:48.800 [WARN] Received NETINFO cell with skewed time (OR:xxx.xx.x.xx:xxxx): It seems that our clock is behind by 1 days, 0 hours, 1 minutes, or that theirs is ahead. Tor requires an accurate clock to work: please check your time, timezone, and date settings.

Ef þú sérð svipaðar línur í atvikaskrá Tor, þýðir það að kerfisklukkan þín sé rangt stillt. Gakktu úr skugga um að kerfisklukkan, dagsetning og tímabelti séu rétt stillt. Endurræstu síðan Tor.